Óskar Guðmundssontilnefndur til Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2024 voru kynntar við hátíðlega athöfn í Eddu í síðustu viku, en á meðal þeirra sem tilnefndir eru til Íslensku glæpa-sagnaverðlaunanna Blóðdropans er Garðbæingurinn og rithöfurndurinn Óskar Guðmundsson.

Verðlaun verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur.
Íslensku bókmenntaverðlaunin voru fyrst veitt árið 1989 og er ætlað að draga fram athyglisverðustu útgáfubækur hvers árs. Þetta er í 36. sinn sem tilnefnt er til verðlaunanna.

Óskar Guðmundsson var tilnefndur vegna Brúðumeistarans, en útgefandi er Storytel og er Óskar sá fyrsti sem er tilnefndur til þessara verðlauna sem eingöngu gefur bókina út á Storytel en ekki á prenti.

Í umsögnum dómnefnda um Blóðdropann segir m.a.: ,,Vel uppbyggð saga þar sem atburðir úr fortíðinni varpa dökkum skugga á nútímann. Sögufléttan er snjöll og framvindan traust, þar sem hver vendi-punktur styrkir heildina. Spennan er óslitin allt til loka, og höfundi tekst listilega að viðhalda leyndardómnum sem heldur lesandanum í heljargreipum.”

Eftirfarandi rithöfundar voru einnig tilnefndir ásamt Óskari. Stefán Máni, Dauðinn einn var vitni, Eva Björg Ægisdóttir, Kvöldið sem hún hvarf, Ragnheiður Gestsdóttir, Týndur oh Steindór Ívarsson, Völundur.
Fékk Blóðdropann árið 2016 Þess má geta að Óskar hefur gefið út nokkrar skáldsögur. Sú fyrsta, Hilma, kom út árið 2015. Hún hlaut íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann árið 2016 sem besta íslenska glæpasagan 2015 og var valin sem framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna Glerlykilsins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar