Ó!rói fyrir alla fjölskylduna í Hönnunarsafninu

Einn liður í Aðventuhátíð Garðabæjar er  skapandi smiðja í Hönnunarsafninu en smiðjuna leiðir hönnunarteymið Þykjó sem vann Hönnunarverðlaun Íslands á dögunum. Ilmandi kanilstangir, hrjúfir könglar, dúnmjúkir ullarhnoðrar og fagurgular mandarínur verða notaðar í óróagerðinni og ilmandi óróar munu gleðja á mörgum heimilum. Óróasmiðjan fer fram laugardaginn 30. nóvember frá kl. 13 en fleiri skemmtilegir viðburðir verða á dagskrá sem sjá má á auglýsingu um aðventuhátíð eða á www.gardabaer.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar