Það var hátíðleg stund við Jónshús júni sl. ,,Í tilefni af þjóðhátíðardeginum lögðum við blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar við Jónshús. Ómetanlega skemmtileg og falleg hefð sem hefur fest sig sessi,” segir Laufey Jóhannsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Garðabæ.
Börnin í leikskólanum Sjálandi fjölmenntu í skrúðgöngu til félaganna í FEBG við Jónshús. Þau voru með fána, heimagerð hljóðfæri og spiluðu og sungu af hjartans list. ,,Við sungum saman, eldri borgararnir og börnin ásamt starfsfólkinu. Anna R. Möller og Magnús Halldórsson úr stjórn FEBG lögðu blómsveiginn að minnisvarðanum og nutu aðstoðar tveggja leikskólanemenda,” segir Laufey, en fjölmenni var við athöfnina. ,,Börnin fengu ljúffengan ís og þeir eldri gæddu sér á kaffi og kleinum,” segir Laufey brosandi en allir nutu góða veðursins og samverunnar og minntust saman lýðveldisstofnunarinnar.