Öll börn sem eru 12 mánaða í ágúst hafa fengið boð um leikskólapláss

Í Garðabæ hefur börnum á leikskólaaldri fjölgað með stækkandi bæjarfélagi og stórum árgangi sem er að hefja leikskólagöngu sína í haust.

Vegna þessarar fjölgunar leikskólabarna í bænum er stefnt að því að opna nýjan leikskóla í Garðabæ í haust. Nýi leikskólinn hefur fengið heitið Mánahvoll og verður staðsettur á Vífilsstöðum, við hliðina á leik-skólanum Sunnuhvoli sem er þar fyrir. Leikskólabyggingin verður samsett úr einingahúsum sem flutt verða á staðinn.

Ungbarnaleikskóli fyrir 12-24 mánaða gömul börn

Mánahvoll verður 6 deilda ungbarnaleikskóli fyrir börn á aldrinum 12-24 mánaða. Kristín Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem leikskólastjóri Mánahvols en hún hefur undanfarin tvö ár starfað sem aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Ökrum í Garðabæ. Nú þegar er byrjað að auglýsa eftir leikskólakennurum við Mánahvol.

Leikskólinn Mánahvoll tekur til starfa í ágúst með einni deild til að byrja með og svo bætast við fleiri deildir um haustið. Fyrstu vikurnar hefst starfsemi skólans í húsnæði leikskólans Krakkakots á Álftanesi þar til búið verður að setja upp og útbúa hús Mánahvols á Vífilsstöðum. Gert er ráð fyrir að það verði í byrjun október sem starfsemin flyst yfir á Vífilsstaði.

Öll börn sem eru 12 mánaða í ágúst hafa fengið boð um leikskólapláss

Garðabær hefur lagt metnað í að bjóða börnum niður í 12 mánaða aldur kost á leikskóladvöl þegar skólaár hefst 1. september ár hvert. Nú þegar er búið að bjóða öllum börnum sem eru fædd í ágúst 2020 og eldri pláss í leikskólum í bænum. Fyrirhugað er að bjóða börnum fæddum frá september 2020 pláss á leikskólanum Mánahvoli með haustinu þegar skólinn verður tekinn til starfa.
Á næsta ári fjölgar leikskólum enn í bænum þegar nýr leikskóli rís í Urriðaholti. Byggingarframkvæmdir við þann leikskóla eru í undirbúningi.

Mynd: Framkvæmdir standa nú yfir við nýjan leikskóla á Vífilsstöðum

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins