Öll börn sem eru 12 mánaða í ágúst hafa fengið boð um leikskólapláss í Garðabæ

Garðabær hefur lagt metnað í að bjóða börnum niður í 12 mánaða aldur kost á leikskóladvöl þegar skólaár hefst 1. september ár hvert. Nú þegar er búið að bjóða öllum börnum sem eru fædd í ágúst 2020 og eldri pláss í leikskólum í bænum. Fyrirhugað er að bjóða börnum fæddum frá september 2020 pláss á leikskólanum Mánahvoli þegar hann verður tilbúinn í haust, en leikskólinn verður 6 deilda ungbarnaleikskóli fyrir börn á aldrinum 12-24 mánaða.

Á næsta ári fjölgar leikskólum enn í bænum þegar nýr leikskóli rís í Urriðaholti. Byggingarframkvæmdir við þann leikskóla eru í undirbúningi .

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar