Ókeypis listsmiðjur fyrir krakka

Ókeypis listsmiðjur á þriðjudögum og miðvikudögum í júlí fyrir krakka í Garðabæ frá 14-16. 

Krakkar í Garðabæ og þeirra gestir geta glaðst því í hverri viku í júlí verður boðið upp á ókeypis smiðjur sem þær Guðný Sara Birgisdóttir og Birna Berg leiða en þær eru báðar sumarstarfsmenn menningarmála í Garðabæ. Smiðjurnar fara fram á þriðjudögum og miðvikudögum klukkan 14-16 og fara flestar fram í Hönnunarsafni Íslands. Þegar vel viðrar munu þær stöllur flytja sig út en tilkynnt verður um nánari staðsetningu á  facebooksíðu Garðabæjar í sérstökum viðburði fyrir hverja smiðju.Birna Berg og Guðný Sara verða að störfum út júlímánuð og munu kenna krökkum að nota efni sem allir geta fundið heima hjá sér eða í nánasta umhverfi hvort sem er rusl eða náttúruleg efni. 

Rétt er að benda á að Bókasafn Garðabæjar býður upp á þriðjudagsleika alla þriðjudaga frá kl. 13-14 á Garðatorgi og tiktok-aðstoð á sama tíma á miðvikudögum og því geta Garðabæjarkrakkar mætt fyrst á Bókasafnið og farið svo yfir í smiðju til Guðnýjar Söru og Birnu Berg.Börn undir 9 ára aldrei þurfa að hafa fullorðinn með sér í listsmiðjurnar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar