Nýtt dansár að hefjast hjá Dansskóla Birnu Björns

Nú styttist í upphaf haustannar hjá Dansskóla Birnu Björns en hún hefst 11. september. Við skólann starfar öflugt og reynslumikið kennarateymi sem heldur utan um bæði dansdeild og söngleikjadeild.

Dansskólinn hefur ýmislegt upp á að bjóða, fjölbreytta dansstíla, söng, leiklist og framkomu fyrir alla aldursflokka. Kennslustaðir eru m.a. í Ásgarði í Garðabæ og í Sporthúsinu í Kópavogi.

Alltaf er nóg um að vera í dansskólanum og tekur hann þátt í alls kyns verkefnum.

Á ári hverju er stór nemendasýning í Borgarleikhúsinu, danssumarbúðir úti á landi, keppnis- og æfingaferðir erlendis og margt fleira. Sem dæmi um verkefni skólans í gegnum árin má nefna stórar tónleikasýningar í Hörpu og Háskólabíó, Söngvakeppni sjónvarpsins og Eurovision, Fiskidagurinn mikli á Dalvík, árshátíðir, 17. júní skemmtun og margt fleira.

Spennandi, fjörug og viðburðarík haustönn er í vændum og er skráning í fullum gangi á dansskolibb.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar