Nýtt 3.000 fermetra regluheimili í Urriðaholti

KRADS, TRÍPÓLÍ og Urbanlab Nordic urðu hlutskörpust í samkeppni um hönnun nýs heimilis Oddfellow- reglunnar efst í Urriðaholti í Garðabæ. Niðurstaða samkeppninnar var kynnt fyrr í sumar. Um var að ræða hönnun- arsamkeppni að undangengnu forvali. Fimm teymum var boðið til þátttöku í samkeppninni að loknu forvali.

Oddfellowreglan efndi til samkeppninnar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Um er að ræða nýtt 3.000 fermetra regluheimili á tveimur hæðum með bílakjallara. Oddfellowreglan hefur afar sterka tengingu við Urriðaholt, landið var í eigu Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellow þegar ákveðið var að ráðast í skipulagningu þess fyrir íbúðabyggð.

Ákveðið kennileiti á háholtinu

„Áhersla var lögð á raunhæfa og spennandi tillögu sem sómir sér vel í umhverfinu og er ætlað að verða ákveðið kennileiti á háholtinu. Gerð var krafa um að umhverfissjónarmið, sjálfbærni og að vistvæn hönnun verði höfð að leiðarljósi við hönnun og efnisval,“ segir á vef Oddfellow um vinningstillöguna. Dómnefndin segir meðal annars um vinningstillöguna að hún sýni vandaða og hlýlega byggingu sem fangi vel hugmyndina um regluheimili. Aðlögun að umhverfi og staðaranda sé góð og heildarútkoman fáguð og góð byggingarlist.

Oddfellow er með regluheimili í Vonarstræti og Hafnarfirði, auk átta annarra heimila víðs vegar um land.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins