EGF Power Eye Cream er sérstaklega þróað til að minnka ásýnd fínna lína og hrukka, bauga, þrota og þurrks á augnsvæðinu. Þetta kraftmikla augnkrem byggir að hluta til á formúlu og velgengni BIOEFFECT Power-vörulínunnar. EGF Power Eye Cream er öflug blanda sex virkra innihaldsefna og er sérstaklega þróað fyrir þroskaða húð og til að veita sýnilegan árangur.
„Hjá BIOEFFECT nýtum við kraft plöntulíftækni til að þróa húðvörur sem sannarlega umbreyta ásýnd húðarinnar,“ segir dr. Sigrún Dögg Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá BIOEFFECT. „Með tilkomu EGF Power Eye Cream höfum við enn á ný sett nýtt viðmið þegar kemur að nýsköpun húðvara gegn öldrun húðarinnar. Nýja augnkremið byggir á margra ára rannsókna- og þróunarvinnu og erum við einstaklega spennt að setja það á markað.“
EGF Power Eye Cream er öfluga blanda hreinna og virkra innihaldsefna sem vinna af krafti gegn öldrun húðarinnar og veitir andoxunarvirkni en gerir það á mildan en áhrifaríkan hátt. Kraftmikla augnkremið inniheldur BIOEFFECT EGF (Epidermal Growth Factor), upprunalega lykilinnihaldsefnið okkar, en um styrkjandi vaxtarþátt er að ræða sem stuðlar að heilbrigðari húð. Þar að auki inniheldur það fimm virk lykilefni til að takast á við fínar línur og hrukkur, bauga, þrota og þurrk á áhrifaríkan hátt fyrir viðkvæmt augnsvæðið.
Minnkar ásýnd fínna lína og hrukka
Klínískar rannsóknir, sem framkvæmdar voru af vísindateymi BIOEFFECT, leiddu í ljós að hið nýja EGF Power Eye Cream dregur sýnilega úr ásýnd fínna lína og hrukka auk þess sem það hjálpar til við að auka rakastig og bæta þéttleika og teygjanleika húðarinnar. Þannig verður húðin með reglulegri notkun þéttari og sléttari.
Allt að 64% minnkun á ásýnd fínna lína og hrukka*
Allt að 130% aukning á raka húðar*
Allt að 165% aukning á þéttleika húðar*
Allt að 79% aukning á þykkt húðar*
Allt að 91% aukning á teygjanleika húðar*
*Klínísk rannsókn á 50 þátttakendum með notkun Derm Lab og VISIA Skin Analysis System. Þátttakendur notuðu BIOEFFECT EGF Power Eye Cream tvisvar á dag í þrjá mánuði.
Kraftmikil nýjung fyrir augnsvæðið
EGF Power Eye Cream byggir á velgengni hinna margverðlaunuðu BIOEFFECT Power-vara, EGF Power Cream og EGF Power Serum, og er því um að ræða framsækna viðbót við Power-vörulínuna. BIOEFFECT Power-vörulínan er sérstaklega þróuð fyrir þurra og/eða þroskaða húð og fyrir þau sem vilja öflugri og áhrifaríkari vörur til að takast á við öldrun húðarinnar. EGF Power Eye Cream vinnur sérstaklega vel á augnsvæðinu með því að veita andoxunarvirkni og sefandi áhrif. Þessar kraftmiklu vörur er hægt að nota saman fyrir enn áhrifaríkari húðrútínu.
Öflug vernd og endurnýjun
Vísindin á bak við tilkomumikinn árangur EGF Power Eye Cream koma fram í blöndu af samverkandi innihaldsefnum sem vandlega voru valin vegna virkninnar. Má þar sérstaklega nefna bakúsíól, koffín, níasínamíð og seramíð auk BIOEFFECT EGF sem framleitt er í gróðurhúsi Orf Líftækni á Íslandi. Þar sem framleiðsla vörulínunnar fer að öllu leyti fram í höfuðstöðvum BIOEFFECT á Íslandi innhalda vörurnar okkar einstaka íslenska vatn sem er sérlega gott í húðvöruframleiðslu þar sem það veitir hreinleika og mýkt.
EGF Power Eye Cream er ofnæmis- og augnlæknaprófað, glúteinlaust og án ilmefna, parabena og sílikonefna.
Augnkremið er best að nota kvölds og morgna, samhliða EGF Power Serum eða EGF Power Cream, fyrir hámarksvirkni. Hentar öllum húðgerðum en er tilvalið fyrir þurra og þroskaða húð. EGF Power Eye Cream gengur vel inn í húðina og veitir sýnilegan árangur.
Forsíðumynd: Starfsfólk BIOEFFECT og ORF Líftækni