Nýjar reglur Hvatningarsjóðs fyrir ungmenni

Bæjarstjórn samþykkti í síðustu viku nýjar reglur um úthlutun úr Hvatningarsjóði en það var menningar- og safnanefnd Garðabæjar sem lagði breytinguna til. Áður voru styrkir veittir ungum listamönnum en nú geta einnig ungir og upprennandi hönnuðir sótt um styrk í sjóðinn en umsóknarfrestur rennur út þann 29. apríl.

Undanfarin ár hefur nokkur fjöldi ungra Garðbæinga fengið tækifæri til að framkvæma ýmiskonar verkefni sem auðga menningarlíf bæjarins og eru jafnframt nauðsynleg ungu hæfileikafólki. Tilkynnt er um styrkhafa úr

Hvatningarsjóði ungra hönnuða og listamanna við hátíðlega athöfn að voru en á sama tíma er bæjarlistamaður Garðabæjar útnefndur. Á meðfylgjandi mynd leikur einn styrkhafanna í fyrra, Austin Ng, á fiðlu fyrir viðstadda.

Mynd: Frá síðustu uppskeruhátíð

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar