Nýir eigendur taka við rekstri Mathúss Garðabæjar

Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Mathúss Garðabæjar. Um er að ræða hóp vina og kunningja sem inniheldur núverandi og fyrrverandi Garbæinga, fólk með reynslu úr veitinga- og gististaðageiranum og aðra áhugasama aðila um framúskarandi veitingarekstur í Garðabæ. Um daglegan rekstur sé Jóhanna Helgadóttir sem hefur yfir 20 ára reynslu af hliðstæðri starfsemi. Markmið nýs eigendahóps er að gera gott betra, að byrja á að gera Mathúsið aftur að þeim stað sem það var fyrir Covid-þrengingarnar, undir farsælli stjórn fyrrverandi rekstraraðila, og setja hægt en örugglega mark sitt á starfsemina með fínstillingum sem bæta upplifun lysthafenda af heimsóknum sínum á Mathúsið.
 
Mathús Garðabæjar mun halda áfram að bjóða upp á sinn sívinsæla dögurð um helgar og steikarhlaðborð á sunnudögum, ásamt því að  og vera með jólahlaðborð sem engan mun svíkja. Bókanir í jólahlaðborðið eru þegar teknar að hrannast inn og eru áhugsamir hvattir til að bóka fyrr en síðar. Tekið er við borðapöntunum í síma og á heimasíðu staðarins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar