Nokkrir af ástsælustu söngvurum landsins koma fram í Vídalínskirkju í kvöld

Í kvöld, föstudaginn 15. desember kl. 19:30 fara fram tónleikar í Vídalínskirkju þar sem nokkrir af ástsælustu söngvurum landsins koma fram. Tónleikarnir eru á vegum Þýska sendiráðsins í samstarfi við Vídalínskirkju og Menningu í Garðabæ, aðgangur er ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

Á tónleikunum munu Diddú og Dísella koma fram, Páll Óskar og Mónika, Bjarni Thor Kristinsson, Gunnar Guðbjörnsson og Ellen Kristjánsdóttir og dætur. Um meðleik á píanó munu Jóhann Baldvinsson og Helga Bryndís Magnúsdóttir sjá um.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar