Nemendur í Hofsstaðaskóla hlupu 1550 km

Alls hlupu nemendur í 1. – 7. bekk Hofsstaðaskóla samtals um 1550 km í árlegu Ólympíuhlaupi ÍSÍ ,sem haldið var á dögunum, en allir nemendur skólans fóru a.m.k. einn hring sem var um 2,5 km. að lengd. 

Ólympíuhlaup ÍSÍ hefur verið fastur liður í skólastarfi skólans undanfarin ár. Með hlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólans til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar