Nánast uppselt í Drauma

Draumar standa fyrir Söngleikjanámskeiðum þar sem öll börn eru velkomin

Það er nokkurn veginn allt uppselt á námskeiðin hjá Draumum í sumar. Sumarið er það þrettánda í röð þar sem Draumar standa fyrir söngleikjanámskeiðum fyrir börn, en námskeiðin hafa frá upphafi farið fram í FG. Eftirspurnin eftir plássum hefur síðustu ár verið margfalt meiri en framboðið og ekki allir sem komast að. Margar leiðir hafa verið ræddar hjá Draumum um hvernig fjölga megi plássunum á sumrin en hingað til hefur engin lausn fundist sem tryggir að gæði námskeiðanna líði ekki fyrir. 

Draumar standa fyrir Söngleikjanámskeiðum þar sem öll börn eru velkomin og verði námskeiðanna er alltaf stillt í hóf. Gildi starfsins eru gleði, mikilvægi og persónulegur styrkur

Gleði, mikilvægi og persónulegur styrkur

Draumar standa fyrir Söngleikjanámskeiðum þar sem öll börn eru velkomin og verði námskeiðanna er alltaf stillt í hóf. Gildi starfsins eru gleði, mikilvægi og persónulegur styrkur. Starfið byggir á fræðilegum grunni þar sem rannsóknir á leiklistar- og söngleikjastarfi með börnum eru lagðar til grundvallar. Öll námskeiðin enda með glæsilegri lokasýningu þar sem ekkert er til sparað á tæknihliðinni, svo upplifun barnanna er lík því besta sem gerist í atvinnuleikhúsinu. 

Sumarið framundan verður stútfullt af gleði og mikil spenna að hefja leik í byrjun júní!

Upplýsingar um félagið og starfsemina má finna á www.draumar.com 

Starfið byggir á fræðilegum grunni þar sem rannsóknir á leiklistar- og söngleikjastarfi með börnum eru lagðar til grundvallar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar