Munaði nærri 400% á hæsta og lægsta tilboðinu

Tinnuberg ehf bauð lægst í viðgerðir á steyptum gönguleiðum í Garðabæ

Í ljós kom að hátt í 400% munaði á hæsta og lægst tilboði þegar Garðabær opnaði tilboð fyrirtækja í viðgerðir á steyptum gönguleiðum í Garðabæ, en lægsta tilboðið, frá Tinnubergi ehf, var rúmum 30% undir kostnaðaráætlun bæjarins, sem hefur verið samþykkt af hálfu bæjaryfirvalda með fyrirvara að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins.

Alls bauð Tinnuberg ehf 27.335.000 kr. í verkið, en kostnaðaráætlunin var upp á 35,605.000 kr. Hæsta tilboðið kom frá Reykjaverk ehf, sem bauð 106.76.760 kr. í verkið

Eftirfarandi tilboð bárust í viðgerðir á steyptum gönguleiðum í Garðabæ.

Stjörnugarðar ehf. kr. 30.000.000
Tinnuberg ehf. kr. 27.335.000
Reykjaverk ehf. kr. 106.576.760
Berg verktakar ehf. kr. 36.400.000
Mostak ehf. kr. 29.894.000
Vargur ehf. kr. 50.972.000
Alma verk ehf. kr. 49.850.000

Kostnaðaráætlun kr. 35.605.000

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins