Múlabalasláttur 5. bekkinga

Nemendur í 5. bekk í öllum grunnskólum Garðabæjar bauðst frábær smiðja á vegum Listar fyrir alla í samstarfi við Menningu í Garðabæ á dögunum. Trommuleikararnir Siggi og Keli fóru á milli skóla og nemendur fengu múrbala og trommukjuða og tóku þátt í stórskemmtilegri smiðju þar sem hrynjandi var æfður og saman spiluðu nemendur eins og einn maður að lokinni 40 mínútna æfingu. Óhætt er að segja að gleðin hafi verið mikil.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar