Mögnuð verk á Sumarsýningu Grósku

Sumarsýning Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ, var opnuð í Gróskusalnum við góðar undirtektir í síðustu viku og verður opin aftur helgina 30. apríl til 1. maí kl. 13:30-17:30. Rúna K. Tetzschner formaður Grósku verður á staðnum 30. apríl kl. 15 og segir frá sýningunni og Grósku.

Sýnendur eru 21 og sýningin er helguð átökum sem taka á sig alls konar form í listaverkunum, allt frá umbrotum í náttunni til stríðsátaka. Sýningin fjallar þó einnig um uppbyggingu og vernd fyrir átökum.
Sýningarstjóri er Katrín Helena Jónsdóttir.

Fólk er hvatt til að líta við í Gróskusalnum, á 2. hæð við Garðatorg 1, og skoða sýninguna. Allir eru velkomnir.

https://www.facebook.com/groska210/
https://www.instagram.com/groskamyndlist/

Forsíðumynd: Sigríður G. Jónsdóttir, Louise le Roux og Aldís Gló Gunnarsdóttir myndlistarmenn

Birgir Rafn Friðriksson, Stríð á heimaslóð
Rúna Tetzschner, Sigur lífsins
Þrándur Arnórsson, Skipstjóri
Gunnar Júlíusson, Make Wodka not War
María Manda Ívarsdóttir, Vernd
Vigdís Bjarnadóttir, Sprotar skorin

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar