Míron sigraði fyrsta Collab mótið nokkuð örugglega

Það var blautur og langur dagur í fyrsta mótinu í ár í COLLAB liðakeppni Golfklúbbsins Odds sem leikin var í vikunni. Alls eru 27 lið skráð til leiks sem er mjög góð þátttaka.

Lið MÍRON, sem er nýtt lið á mótaröðinni átti frábæran dag og efstu tvær konurnar í punktakeppni dagsins svo sigurinn var nokkuð öruggur, alls 78 punktar í hús og frábært að sjá nýtt lið koma sterkt inn. Keppni um næstu sæti á eftir var mjög jöfn en lið Greenara tók 2. sætið með 71 punkt og í 3. sæti eftir skrifstofubráðabana við tvö önnur lið sem öll voru með 70 punkta, taldi fjórði leikmaður liðs Fallega fólksins og því náðu þau þriðja sæti á undan liði Prinsanna og liði DD Lakkalakk. Önnur lið fylgdu svo þétt í kjölfarið og þetta verður greinilega spennandi keppni í ár. 

Næsta mót er áætlað 18. júlí.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar