Míron sigraði fyrsta Collab mótið nokkuð örugglega

Það var blautur og langur dagur í fyrsta mótinu í ár í COLLAB liðakeppni Golfklúbbsins Odds sem leikin var í vikunni. Alls eru 27 lið skráð til leiks sem er mjög góð þátttaka.

Lið MÍRON, sem er nýtt lið á mótaröðinni átti frábæran dag og efstu tvær konurnar í punktakeppni dagsins svo sigurinn var nokkuð öruggur, alls 78 punktar í hús og frábært að sjá nýtt lið koma sterkt inn. Keppni um næstu sæti á eftir var mjög jöfn en lið Greenara tók 2. sætið með 71 punkt og í 3. sæti eftir skrifstofubráðabana við tvö önnur lið sem öll voru með 70 punkta, taldi fjórði leikmaður liðs Fallega fólksins og því náðu þau þriðja sæti á undan liði Prinsanna og liði DD Lakkalakk. Önnur lið fylgdu svo þétt í kjölfarið og þetta verður greinilega spennandi keppni í ár. 

Næsta mót er áætlað 18. júlí.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins