Mikill fengur fyrir Garðabæ og Urriðaholt – Urriðaból á lokasprettinum

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri og Kristín Margrét Baranowski, framkvæmdastjóri Skóla ehf undirrituðu í gær, þriðjudag, samning um rekstur sex deilda leikskólann Urriðaból við Holtsveg 20.

Hlakka til að sjá Urriðaból við Holtsveg fyllast af börnum

„Hér hefur sannarlega verið vandað til allra verka og það verður mikill fengur fyrir Garðabæ og Urriðaholt þegar leikskólinn tekur til starfa,“ segir Almar. „Við höfum átt afskaplega gott og farsælt samstarf um heilsuleikskólann við Kauptún og ég hlakka til að sjá Urriðaból við Holtsveg fyllast af börnum og skapandi skólastarfi.“

Garðabær fær skólann afhentan frá framkvæmdaraðila um miðjan febrúar og fljótlega verður hægt að innrita allt að 120 börn á Urriðaból við Holtsveg. 

Leiðarljós leikskólanna er „heilbrigð sál í hraustum líkama“

Samningurinn er til þriggja ára og í honum er kveðið á um að Skólar ehf. bera ábyrgð á framkvæmd faglegs leikskólastarfs samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, lögum og reglugerðum ásamt rekstrarþáttum tengdum leikskólastarfinu. Skólar ehf reka einnig leikskólann Urriðaból við Kauptún og verða skólarnir reknir saman undir sama nafninu. Skólarnir starfa samkvæmt hugmyndafræði um heilsustefnu og í skólanum gilda í meginþáttum sömu reglur og í öðrum leikskólum Garðabæjar s.s. reglur um inntöku og gjaldskrá. Leiðarljós leikskólanna er „heilbrigð sál í hraustum líkama“ sem vísar í andlega, félagslega og líkamlega velferð með markvissri heilsueflingu í öllu skólasamfélaginu. Lögð er áhersla á að byggja upp hæfni starfsfólks og nemenda til að velja heilsusamlegt líferni, jákvæð og uppbyggjandi samskipti, ábyrga náttúruvernd, jafnrétti og lýðræði.

Mynd: F.v. Guðbjörg Linda Undegard, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Almar, Kristín Margrét, Guðmundur Pétursson stjórnarformaður Skóla ehf, Ragnheiður Gunnarsdóttir leikskólastjóri og Edda Tryggvadóttir fjármálafulltrúi Skóla ehf

Leikskólinn við Holtsveg er afar fallegur og skemmtilega hannaður, en arkitektinn er Hulda Jónsdóttir. Þarfaþing hefur séð um byggingu hans.

Deiluskipulagsbreytingar vegna lóðarinnar við Holtsveg 20 verður ekki ógild

Nýverið komst Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála að þeirri niðurstöðu að deiluskipulagsbreytingar vegna lóðarinnar við Holtsveg 20, verði ekki ógild, en nefndin hefur haft málið til meðferðar frá því 2022. 

Forsíðuynd: Almar og Kristín Margrét undirrituðu samninginn um rekstur leikskólans í gær.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar