Mikil gleði á vorhátíð barnastarfs Vídalínskirkju

Vorhátíð barnastarfs Vídalínskirkju var haldin í lok maí var. Þar var mikil gleði og barnakórarnir sungu fyrir söfnuðinn. ,,Krakkarnir voru búnir að skreyta kirkjuna með táknum trúar, vonar og kærleika en við erum einmitt búin að vera að læra um það í vetur í gegnum Biblíusögur og umræður,“ segir Matthildur Bjarnadóttir æskulýðsprestur.

Starfið hefst að nýju í lok ágúst

,,Við fengum hoppukastala frá Exton á staðinn, grilluðum pylsur ofan í liðið og fengum heimsókn frá blöðrulistamönnum frá Sirkus Íslands. Þar fyrir utan tóku 10-12 ára krakkarnir í kirkjustarfinu að sér að mála andlit. Með þessu erum við búin að ljúka barnastarfi kirkjunnar og sunnudagaskólanum fyrir sumarfrí en byrjum aftur í lok ágúst af fullum krafti,“ segir hún.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar