Mikil ánægja með þjónustu við fötluð börn í Garðabæ, en úrbóta þörf fyrir fullorðna

Á fundi bæjarráðs Garðabæjar á dögunum kynnti Matthías Þorvaldsson, starfsmaður GI rannsókna hjá Gallup, niðurstöður nýlegrar þjónustukönnunar meðal fatlaðs fólks í sveitarfélaginu. Könnunin var unnin til að meta gæði og framboð þjónustu við fatlaða einstaklinga og fjölskyldur þeirra.

Niðurstöðurnar sýna að almennt er mikil ánægja með þjónustu við fötluð börn í Garðabæ. Þjónusta eins og ráðgjöf, stuðningsfjölskyldur, skammtímadvöl og þjónusta grunn- og leikskóla fær góða umsögn frá notendum. Hins vegar kemur fram að þjónusta við fullorðna einstaklinga með fötlun mælist lakari, og því er ljóst að úrbóta er þörf á þeim vettvangi.

Markmiðið er að efla heildstæða þjónustu við fatlaða einstaklinga í sveitarfélaginu

Til að vinna með niðurstöðurnar ætlar bæjaryfirvöld í Garðabæ að setja saman rýnihópa með fulltrúum fatlaðs fólks og hagaðilum, þar sem leitað verður leiða til að bæta þjónustu og tryggja að hún mæti þörfum allra hópa. Markmiðið er að efla heildstæða þjónustu við fatlaða einstaklinga í sveitarfélaginu.

Fundinn sátu einnig fulltrúar velferðarsviðs Garðabæjar, þar á meðal Pála Marie Einarsdóttir, deildarstjóri velferðarsviðs, sem mun koma að vinnu við úrbætur á þjón- ustunni í samstarfi við bæjaryfirvöld og hagsmunaaðila.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins