Miðgarður opnar á morgun

Miðgarður, nýtt fjölnota íþróttahús í Garðabæ, verður opnað á morgun, laugardag. Fyrsta æfingin innandyra í húsinu verður haldin kl. 09 í fyrramálið, en þá munu ungir knattspyrnuiðkendur, stelpur og strákar, úr yngstu knattspyrnuflokkum Stjörnunnar og Ungmennafélagi Álftaness taka æfingu og gönguhópar úr félögum eldri borgara í Garðabæ og Álftanesi fá að prófa göngu- og skokkbraut sem liggur um svalirnar í húsinu.  

Bæjarstjórn Garðabæjar opnar húsið formlega til æfinga þennan dag og ávörp verða flutt af Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Garðabæjar og Björgu Fenger, forseta bæjarstjórnar og formanni íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar. 

Mynd: Í Miðgarði er m.a. rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð en myndin er tekin þegar húsið fékk nafnið Miðgarður. F.v. Baldur Svavarsson, Björg Fenger og Almar Guðmundsson.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar