Metnaðarfull vetrardagskrá DÍH

Kennsluönnin í DÍH (Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar) hefst laugard. 7. september. Kenndir eru samkvæmisdansar, barnadansar og sérnámskeið í Salsa og Batchata fyrir byrjendur og lengra komna.

Garðbæingurinn, Auður Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri dansskólans segir al-mennt sé mikill dansáhugi hjá Garðbæing-um að æfa dans og hafa þeir þá komið til okkar að Haukahrauni 1 í Hafnarfirði, en aðal kennslustaður DÍH er í Bjarkarhúsinu við Haukahraun og í Kaplakrika.

Frítt í dans fram að jólum

Yngsti hópurinn er fyrir 3 og 4 ára og æfir sá hópur á laugardögum kl. 10.30, sá hópur heitir Jazzleikskólinn. ,,Þessi hópur fær frítt í dans fram að jólum og enda námskeiðin á jólaballi. Þetta eru mjög þroskandi og gefandi tímar þar sem er dansað, leikið og sungið. Foreldrar geta tekið átt í tímanum með börnunum eða horft á tímann. Límmiðar gefnir í lok tímans fyrir góðan árangur,” segir Auður.

Auður framkvæmdastjóri DÍH ásamt Adam Reeve, kennari hjá DÍH, Garðbæing og er fyrrverandi heimsmeistari í 10 dönsum.

Hópur 5-7 ára æfir 2x í viku og er verið að kenna börnum samkvæmisdans og létta barnadansa. Æfingar eru á fimmtudögum kl. 16.30 í Kaplakrika og á laugardögum í Bjarkarhúsinu kl. 11.15.

Hópur 8-12 ára æfir svo 3x í viku. Þau æfa samkvæmisdans og eru byrjuð að æfa fyrir danskeppni og setja upp danssýning-ar.Æfingar eru á miðvikudaga kl. 16.30, fimmtudaga kl. 17.30 í Kaplakrika og á laugardaga kl. 12.00 í Bjarkarhúsinu.

Keppnishópur framhald í samkvæmis- dönsum æfir 4x í viku tvær klukkurstundir í senn. Æfingar fara fram í Kaplakrika á mánud, miðvikud. og fimmtud. kl. 17.30 og á laugard. kl. 13.00 í Bjarkarhúsinu.
Salsa og Batchata er á mánudögum með Lilju og Mike, byrjendur og framhald, 8 tíma námskeið.
Sértímar eru með Hönnu Rún dansara eru á miðvikudögum kl. 18.30 en þá er tími fyrir dömur í Salsa og Latin dönsum og kl. 19.30 eru hjón og pör í Salsa og Latin dönsum. ,,Hanna Rún hefur kennt dans hjá DÍH í mörg ár og er margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum,” segir Auður en þetta eru 5 vikna námskeið og eru tímarnir í Bjarkarhúsinu.

Aðalkennarar dansskólans eru þau Auður Haraldsdóttir, Maxim Petrov, Adam Reeve, Nikita og Hanna Bazev, Aron Logi Hrannarsson og Helga Dögg Helgadóttir.

Það er gaman að geta þess að Auður, Alex, Nikita og Hanna Rún eru öll Garðbæingar.

Innritun er á heimasíðu skólans www.dih.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar