Meistaramót GKG hafið – lönduðu samningi við veðurguðina

Meistaramót GKG 2023 hófst í morgun en það verðurhaldið með pompi og prakt dagana 2. til 8. júlí. 

Það verður mikið lagt upp úr því að gera Meistaramótið eins glæsilegt og frekast er unnt. Veitt verða nándarverðlaun á hverjum degi á 2. og 17. holu, jafnframt verða nándarverðlaun fyrir þann sem er næstur holu í tveimur höggum á 18. holu. Í barna- og unglingaflokkum 14 ára og yngri verða nándarverðlaun á 9. holu.

Staffið í Mulligan verða með allskyns góðgæti á boðstólum.

Mótsstjórn hefur verið í góðu sambandi við veðurguðina og landaði samningi um hið besta veður, en spáin er mjög góð næstu daga.

Forsíðumynd: Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG, Sigurður Hlöðversson, framkvæmdastjóri Visitor og Helgi Már Halldórsson, arkitekt og eigandi ASK arkitektar voru mættir á rásteig rétt fyrir klukkan 12, klárir í slaginn. 

Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og forritari átti fullkomið upphafshögg á fyrstu braut. Seigur karlinn.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar