Miðgildi heildartekna var hæst í Garðabæ, eða tæpar 7,9 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar, sem birtar voru í dag og sé horft til meðaltals heildartekna þá er það hærra en miðgildi, tæpar 10,6 milljónir króna í Garðabæ sem tyllir sér á efsta stall ásamt Seltjarnarnesbæ.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru tæpar 8,4 milljónir króna að meðaltali árið 2022, eða rétt tæpar 700 þúsund krónur á mánuði. Það er um 9% hækkun frá fyrra ári, sé horft til verðlagsleiðréttingar var raunhækkunin um 0,6%. Miðgildi heildartekna var um 6,6 milljónir króna á ári, sem sýnir að helmingur einstaklinga var með heildartekjur undir 554 þúsund krónum á mánuði. Hækkun miðgildis heildartekna var 10,7%, en með tilliti til raunhækkunar var hækkunin 2,2%.
Sjá nánar í Garðapóstinum á fimmtudaginn.