Margrét Bjarnadóttir

Garðar Grásteinn – kynning á frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins fyrir prófkjör sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars nk.

Hver ert þú og hvaða sæti sækist þú eftir?
Ég heiti Margrét Bjarnadóttir og sækist eftir 5.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Ég er þrítug og bý í Sjálandshverfinu með kærastanum mínum og syni okkar, Bjarna Þór.
Hér fór ég í leikskóla, grunnskóla, gagnfærðiskóla og lauk síðan stúdentsprófinu frá FG.
Ég útskrifaðist með sveinspróf í matreiðslu árið 2020 og í dag stunda ég nám við lögfræði í HR.

Af hverju býður þú þig fram?
Ég býð mig fram vegna þess að mér þykir vænt um Garðabæ og mig langar til þess að taka þátt í því að gera bæinn enn betri. Ég hef margt fram að færa og er til í að leggja mikið á mig fyrir samfélagið.

Hverjar eru þínar helstu áherslur?
Ég legg áherslu á málefni fjölskyldunnar. Allt frá leikskólamálum yfir í þjónustu við eldri borgara.

Það er mér hjartans mál að Garðabær sé raunverulegur valkostur fyrir ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Það þarf að tryggja framboð af íbúðum af öllum gerðum, allt eftir stærð fjölskyldu. Ég hef áhyggjur af því að markaðsverð nýrra eigna er langt yfir byggingakostnaði og við þurfum að finna leiðir til að tryggja hagsmuni kaupenda við þær aðstæður. Úthlutun lóða til einstaklinga er ein leið að því markmiði.

Við þurfum að finna leitiðr til að tryggja leikskólapláss strax við 12 mánaða aldur og gera leikskólana að heillandi starfsvettvangi þar sem gott er að vinna. Á nýju kjörtímabili þurfum við að fá alla að borðinu og skapa aðstæður þar sem leikskólar í Garðabæ eru öflugir og vel mannaðir til frambúðar.

Það skiptir mig máli að hér í Garðabæ sé gott að eldast. Í hverfinu mínu býr fjölbreytt fólk á öllum aldri sem myndar skemmtilega stemningu. Ég tel vera mikilvægt að það sé nokkurs konar þjónustukjarni í kringum hverfin í bænum. Sjálf ætla ég að eldast í Garðabæ og vil þá búa í lifandi hverfi, með nóg fyrir stafni, í kringum fólk á öllum aldri.

Margrét Bjarnadóttir
Gefur kost á sér í 5.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar