Manndýr, Klappstapp, Gunni Helga og Dúkkulísur í Garðabæ í lok Barnamenningarhátíðar

Á morgun,laugardaginn 12. apríl lýkur Barnamenningarhátíð í Garðabæ með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem áhersla er á samveru og sköpun.

Gunnar Helgason biður gesti á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7 um hjálp við að finna titil á óútkomna bók hans en hann tekur á móti gestum kl. 13.

Á Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1,  fer fram dúkkulísusmiðja frá kl. 13-15 en það eru hönnuðirnir Stefán Svan og Ninna Þórarinsdóttir sem leiða smiðjuna. Mikið úrval af ýmiskonar efnum er í boði á efnabarnum og fjölskyldur geta hannað sína eigin fatalínu líkt og 254 nemendur í Garðabæ gerðu en dúkkulísur eftir nemendur eru til sýnis í safnbúðinni.

Klukkan 14 fer fram tónlistar-og hreyfingasmiðjan Klappklappstappstapp sem Ingibjörg Fríða og Sigurður Ingi leiða á Garðatorgi, á yfirbyggðu torginu við hlið apóteksins.

Dagskránni lýkur með þátttökusýningunni Manndýr á Hönnunarsafni Íslands. Verkið er eftir Aude Busson og Sigríði Sunnu Reynisdóttur og óhætt að segja að gestum sé boðið í ævintýraheim en sýningin hentar börnum frá 3ja ára aldri sem og fullorðnum. Einungis 30 gestir geta tekið þátt í Manndýr og skráning fer fram á [email protected].

Dagskráin í lok Barnamenningarhátíðar í Garðabæ er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins