Manga á Bókasafni Garðabæjar

Laugardaginn 12. mars kl. 13:00 mun Bókasafn Garðabæjar bjóða upp á sérstakan viðburð fyrir ungmenni sem hafa áhuga á Manga-myndasögum eða teikningum. Atla Hrafney, myndhöfundur og formaður Íslenska Myndasögusamfélagsins mun leiða viðburðinn með fræðslu um Manga persónusköpun en viðburðinn er vettvangur fyrir ungmenni með svipuð áhugamál til að hittast og spjalla um bókmenntagreinina sívinsælu.

Það er ákveðið stílbragð sem einkennir Manga, sem er bókmenntagrein sem á rætur að rekja til Japan. En með lestri á myndasögunum fylgir oft áhugi á að prófa sig áfram í teiknistílnum sem er tengdur við Manga. Klúbbastarf með Manga-þema hefur farið fjölgandi á bókasöfnum en Bókasafn Garðabæjar vill gera sitt besta til að finna viðburði sem henta ungmennum og þeirra áhugasviði til að gefa þeim rými til að hittast, skapa og fræðast.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar