Manfreð Vilhjálmsson arkitekt heiðraður fyrir ómetanlegt ævistarf

Er bæjarlistamaður Garðabæjar, Hans Jóhannsson fiðlusmíðameistarinn var útnefndur við hátíðlega athöfn í Sveinatungu sl. föstudag var Manfreð Vilhjálmsson arkitekt einnig heiðraður fyrir ómetanlegt starf í þágu byggingarlistar.

Nýlega ánafnaði Manfreð Hönnunarsafni Íslands teikningar sínar til varðveislu en hann fékk heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2019 enda hafa verk hans markað djúp spor í sögu arkitektúrs á Íslandi.

Starfsferill Manfreðs spannar yfir 60 ár og endurspeglar metnaðarfulla listræna og faglega sýn hans í mjög fjölbreyttum verkefnum. Árbæjarkirkja, Þjóðarbókhlaðan, afgreiðslustöðvar Nestis við Elliðaár frá 1957 og Garðaskóli eru meðal verka Manfreðs sem lauk námi í arkitektúr í Gautaborg árið 1954.

Manfreð Vilhjálmsson byggði sér heimili á Álftanesi þar sem hann býr enn en hann lagði áherslu á léttleika og opin rými fyrir fjölskyldu sína.

Manfreð Vilhjálmsson arkitekt var heiðraður fyrir ómetanlegt starf í þágu byggingarlistar. Hér er hann ásamt Hans Jóhannssyni bæjarlistamanni Garðabæjar

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar