Malbikun í Dalsbyggð 3. og 4. júní

Á mánudaginn og þriðjudaginn, 3. og 4. Júní mun Loftorka vinna við malbikun á Dalsbyggð, ef veður leyfir.

Áætlað er að framkvæmdir verði með eftirfarandi hætti:

Mánudagur, 3.júní:

Dalsbyggð botnlangi nr. 1-7

Dalsbyggð botnlangi nr. 17-23

Dalsbyggð botnlangi nr. 9-15

Þriðjudagur, 4.júní:

Dalsbyggð – aðalgata

Áætlað er að hefja framkvæmdir um klukkan 9 báða dagana og unnið fram eftir degi, til ca. 16-17.

Götukaflarnir verða lokaðir fyrir alla umferð á meðan framkvæmdum stendur, sjá meðfylgjandi lokunarplön.

Á mánudeginum, þegar botnlangar verða lokaðir fyrir alla umferð, verður Dalsbyggð aðalgata opin og geta íbúar lagt bílunum sínum þar.

Á þriðjudeginum, verður hins vegar Dalsbyggð aðalgata lokuð fyrir alla umferð og þ.a.l. líka botnlangarnir.

Íbúum er bent á að leggja bílum sínum á bílastæðum í kringum svæðið og nýta sér góðar gönguleiðir í hverfinu, rétt á meðan framkvæmd stendur yfir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar