Magnaður árangur – Stjarnan í fimm af sjö bikarúrslitaleikjum yngri flokka í körfu

Eftir glæstan sigur stúlknaflokks 4. janúar á gríðarlega sterku liði Keflavíkur er Stjarnan í bikarúrslitum allra yngri flokka kvenna auk tveggja yngri flokka drengja.

,,Frábær árangur hjá okkar krökkum og efumst við um, þó það sé ekki staðfest, að áður hafi lið náð í öll bikarúrslit yngri flokka nema í tveimur flokkur á sama árinu. Bikarúrslit eru skemmtileg hátíð eldri iðkenda í körfunni og því frábært að sjá okkar krakka mæta til leiks í fjölmörgum úrslitaleikjum þetta árið. Krakkarnir hafa staðið sig svakalega vel til þess og við horfum bjartsýn til bikarúrslitanna og viss um að okkar lið verða Stjörnunni til sóma,” segir Hlynur Bæringsson, yfirþjálfari yngri floka.

Það er aldrei að vita hvort veiran verður til frekari vandræða en ef ekki þá fáum við örugglega að sjá frábæran körfubolta frá fjölmörgum Stjörnuliðum í bikarúrslitum í Smáranum frá 16. til 20 mars.

Má nefna að auk yngri flokkanna þá kemur meistaraflokkur karla ferskur til leiks í í undanúrslitum bikars gegn Keflavík eftir frábæran sigur á Njarðvík í síðasta leik. Meistaraflokkur karla á því enn möguleika á að leika til úrslita í bikar, þá gegn Þór frá Þorlákshöfn eða Val.

Mynd: Glaðar Stjörnustúlkur eftir sigurinn á Keflavík

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar