Maður er manns gaman

Vídalínskirkja er mikið mannlífstorg. Í kirkjunni viljum við skapa uppbyggileg samfélag þar sem verður til traust og nánd.  Þar þurfa allir aldurshópar að hafa rými.  Á þriðjudögum tökum við á móti fólki á aldrinum 6-90 ára í ýmiskonar uppbyggjandi félagsstarfi.  Í hádeginu á eldra fólkið staðinn.  Við bjóðum upp á kyrrðar-og íhugunarstundir kl.12:00 inn í Vídalínskirkju þegar þeim er lokið er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu.  Þegar klukkan slær eitt er svo opið hús þar sem er boðið upp á ýmiskonar félagsstarf til að létta lundina og skapa farveg fyrir andlega upplyftingu.  Á þessu hausti er boðið upp á margskonar viðburði eins og bingó, fyrirlestra, stólaleikfimi, umræður og  bió.  Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir og Þórunn Birna Björgvinsdóttir halda utan um starfið á þriðjudögum ásamt dýrmætum sjálfboðaliðum.  

Með góðum kveðjum
Prestar og starfsfólk Vídalínskirkju

Forsíðumynd: Guðrún Eggerts Þórudóttir

Þórunn Birna Björgvinsdóttir

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins