Maður er manns gaman

Vídalínskirkja er mikið mannlífstorg. Í kirkjunni viljum við skapa uppbyggileg samfélag þar sem verður til traust og nánd.  Þar þurfa allir aldurshópar að hafa rými.  Á þriðjudögum tökum við á móti fólki á aldrinum 6-90 ára í ýmiskonar uppbyggjandi félagsstarfi.  Í hádeginu á eldra fólkið staðinn.  Við bjóðum upp á kyrrðar-og íhugunarstundir kl.12:00 inn í Vídalínskirkju þegar þeim er lokið er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu.  Þegar klukkan slær eitt er svo opið hús þar sem er boðið upp á ýmiskonar félagsstarf til að létta lundina og skapa farveg fyrir andlega upplyftingu.  Á þessu hausti er boðið upp á margskonar viðburði eins og bingó, fyrirlestra, stólaleikfimi, umræður og  bió.  Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir og Þórunn Birna Björgvinsdóttir halda utan um starfið á þriðjudögum ásamt dýrmætum sjálfboðaliðum.  

Með góðum kveðjum
Prestar og starfsfólk Vídalínskirkju

Forsíðumynd: Guðrún Eggerts Þórudóttir

Þórunn Birna Björgvinsdóttir

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar