Ljósþing bauð lægst í upphækkun gatnamóta í Urriðaholti

Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær voru opnuð tilboð í framkvæmdir við upphækkun gatnamóta í Urriðaholti.

Garðabær ákvað að taka tilboði lægstbjóðenda, Ljósþings ehf, sem hljóðaði upp á tæpar 135 milljónir króna, eins og kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir.

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:

Topptækni ehf. kr. 143.828.000
Bergþór ehf. kr. 141.394.000
Ljósþing ehf. kr. 134.725.000
Garðvélar ehf. kr. 164.000.000
Gleipnir ehf. kr. 143.000.000
Kostnaðaráætlun kr. 134.877.500

Samþykkt tilboðsins er þó með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. 

Samtök iðnaðarins komu á framfæri ábendingu frá Félagi skrúðgarðyrkjumeistara um að verkið feli í sér verkþætti sem falla undir verksvið skrúðgarðyrkju og verði forsvarsmenn verksins að vera skrúðgarðyrkjumeistarar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar