Ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi

Það var fallegt vetrarveður úti þegar leikskólabörn úr Garðabæ komu saman á Garðatorgi til að tendra ljósin á jólatrénu á Garðatorgi sl. föstudag.  Elstu börn úr leikskólum bæjarins fjölmenntu á torgið og áttu þar hugljúfa jólastund saman, Almar Guðmundsson bæjarstjóri heilsaði upp á börnin og fékk þau til að telja niður saman þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu.  Jólatréð kemur að þessu sinni úr garði íbúa í Víðilundi. 

Það vakti líka mikla lukku þegar jólasveinar komu fyrr til byggða að heilsa upp á börnin sem voru mætt á Garðatorg.  Þeir stöldruðu við og sungu nokkur jólalög með börnunum og kvöddu þau svo með því að færa þeim mandarínu að gjöf.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar