Lífsleikni á Bæjarbóli

Síðastliðinn vetur var þemað í markvissu hópastarfi á leikskólanum Bæjarbóli lífsleikni en sérhver deild leikskólans útfærði svo ýmis verkefni sem tengjast inn í þemað.

Sem dæmi um verkefni frá vorönn á Hnoðraholti, deild 2 – 3 ára barna er fjölskylduverkefnið –Fjölskyldan mín. Verkefnið var gríðarlega skemmtilegt og vel heppnað og samþættir námsþætti í námskrá leikskólans. Foreldrar sendu fjölskyldumynd til deildarstjóra og fyrsta skrefið i verkefninu var að varpa myndunum fyrir hvert barn á vegg í salnum þar sem börnin fengu tækifæri til að kynna fjölskyldumeðlimi fyrir hvert öðru. Með þessu fengu börnin æfingu í framsögn og tjáningu, tækifæri til að koma fram fyrir hópinn og finna að á þau sé hlustað. Börnin tóku virkan þátt í samræðum um fjölskyldurnar sínar og tengist verkefnið námsþættinum læsi og samskipti. Í kjölfarið á þessu skreyttu börnin ramma fyrir fjölskyldumyndirnar sínar sem voru prentaðar út og verkefnið tengt inn í námsþáttinn sköpun og menning.  Það má með sanni segja að kennarar leikskólans eru hugmyndaríkir í að nýta fjölbreyttar kennsluaðferðir í leikskólanum.

Anna Bjarnadóttir, eikskólastjóri

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar