Lífið í Garðabæ er yndislegt – ILVA í Kauptúni fagnar eins árs afmæli

Það verður afmælisfjör í ILVA alla helgina frá fimmtudegi til sunnudags en ár er liðið síðan ILVA opnaði nýja og glæsilega verslun í Kauptúni í Garðabæ.

Garðapósturinn heyrði í Önnu Soffíu Árnadóttur markaðsstjóra ILVA og byrjaði á því að spyrja hana hvernig lífið væri í Garðabæ? ,,Lífið í Garðabæ er yndislegt, mikið líf og fjör hér í Kauptúni og gaman að vera hér í kringum flottu verslanirnar á svæðinu.”

Þið opnuðu ILVA í Garðabæ þann 11. mars í fyrra og fagnið því árs afmæli um þessar mundir með ýmsum spenn- andi tilboðum? ,,Nú er ár síðan að við opnuðum í Kauptúni og því ber að fagna, við erum með frábær tilboð í gangi alla helgina og bjóðum upp á afmælisköku laugardag og sunnudag. Við vorum að fá stóra sendingu af sófum og bjóðum afslátt af sófum til 21. mars,” segir Anna Soffía.

Þegar þið fluttuð í Garðabæinn í fyrra frá Korputorgi, þá komu inn mörg ný merki í verslunina, eru þið alltaf í stöðugri þróun og í leit að nýjum flottum vörumerkjum? ,,Aðal áherslan hjá okkur er ILVA merkið sjálft, það er í stöðugri þróun og framleiðslu á sínu eigin vörumerki. Allt frá handsápum upp í sérvalda gæða sófa svo úrvalið er alltaf frábært. Við höfum einnig tekið inn sérvalin vörumerki sem okkur þykja passa vel inn hjá okkur og má þar nefna Broste, Raw, Bloomingville, Light & Living, Sirius, Zone, Nicolas Vahé, Meraki, Mistral og svo auðvitað flottast merkið í rúmum í dag, Wonderland. Listinn erekki tæmandi og er vöruvalið hjá okkur lifandi og alltaf eitthvað nýtt í boði. “

Má ekki segja að vorið sé handan við hornið og sumarið á næsta leiti, þú bjóðið upp á fjölbreytt úrval af sum- arvörum, eru þær komnar í verslunina? ,,Að venju er sumarlínan frá ILVA hin glæsilegasta, virkilega falleg og vönduð dönsk hönnun þar sem hugað er að hverju smáatriði. Við erum nú þegar farin að taka á móti sumarvörum í vefverslun ilva.is og má þar skoða úrvalið og panta í vefverslun. Með vorinu förum við að stilla upp sumarsvæðinu okkar og þá verða allar sumarvörurnar komnar. Úrvalið samanstendur af garðsettum, sófum, borðum og stólum og úti grjónapúðum. Glæsilegt úrval af smávöru eins og blómapottar, mottur, sessur og fleira.”

En það verður góð afmælisstemmning hjá ykkur alla helgina? ,,Sófadagar og glæný mánaðartilboð eru í gangi hjá okkur alla helgina og fram til 21. mars og eru sérvaldar vörur á virkilega góðum tilboðum. Við verðum í afmælis stuði og bjóðum upp á afmælisköku og fleiri óvænta glaðninga og hlökkum mjög mikið til að taka á móti viðskiptavinum,” segir Anna Soffía að lokum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar