Lífið á landnámsöld í teiknimyndasmiðju með Sól Hilmarsdóttur

Laugardaginn 18. september klukkan 13 fer fram teiknimyndasmiðja fyrir alla fjölskylduna á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7. Það er teiknarinn, götulistamaðurinn og kennarinn Sól Hilmarsdóttir sem leiðir smiðjuna en viðfangsefnið er lífið á landnámsöld. Smiðjan er liður í verkefninu Við langeldinn/Við eldhúsborðið sem styrkt er af Barnamenningarsjóði. Börn og fjölskyldur fá tækifæri til að velta fyrir sér lífinu á landnámsöld í fjölbreyttum smiðjum sem tengja saman fornleifafræði, arkitektúr, bókmenntir, myndlist og hönnun. Smiðjurnar fara annarsvegar fram á Bókasafni Garðabæjar og í Hönnunarsafni Íslands og tengist viðfangsefnið landnámsskálanum í Minjagarðinum að Hofsstöðum í Garðabæ. Teiknimyndasmiðjan á Bókasafni Garðabæjar er ókeypis einsog allir viðburðir verkefnisins.  

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar