Líf og fjör í vatnsleikfimi eldri borgara

Alla mánudaga og miðvikudaga eru hópar eldriborgara í vatnsleikfimi sundlauginni í Sjálandsskóla.
Vatnsleikfimihóparnir svamla, synda og skvampa undir dyggri stjórn hjá Carólín og Gunni en þær halda utan um og kenna fjölmennum hópum í Sjálandsskóla. Þau elska að dansa og hreyfa sig í takt við tónlistina. Það er svo gott að hreyfa sig í vatninu. Sundlaugin er líka einstaklega góð og svo enda þau gjarna tímana með því að fara í heitapottinn. Það er einstakt útsýni yfir voginn frá lauginni. Þessir hópar eru mjög vinsælir en þetta eru mánaðar námskeið og kennslan hófst í haust.

Hægt er að bóka sig í gegnum bókunarkerfið sportabler.com/shop/gardabaer.

Námskeiðið kostar 2.500 kr fyrir félagsmenn í FEBG.

Vatnsleikfimin verður í Sjálandsskóla á vegum FEBG fram til 25. maí og það eru einhver pláss laus.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar