Lið Ragga´s Angels, náði góðum árangri í Danmörku

Lið Garðaskóla, Ragga´s Angels, sigraði í tækni og hönnunarkeppninni, First Lego League á Íslandi, 11. nóvember síðastliðinn. Liðið sigraði í vélmennakappleiknum og í hönnun og forritun vélmennis ásamt því að
vera í 2. og 3. sæti í nýsköpunarverkefninu. Þessi árangur nægði til að skila liðinu sigri í heildarkeppninni og þar með boð um að fara til Danmerkur og taka þátt sem gestalið í úrslitakeppni dönsku keppninnar, sem var haldin 25. nóvember.

Fengu mikið lof fyrir nýsköpunarverkefnið

Þar náði liðið mjög góðum árangri. Endaði í 2.-3. sæti í hönnun og forritun vélmennis, 6. sæti í vélmennakappleiknum og í 2. sæti í 8 liða útsláttarkeppni í vélmennakappleik. Einnig fékk liðið mikið lof fyrir nýsköpunarverkefnið þó það væri ekki tilnefnt í efstu þrem sætunum. Aldeilis frábær árangur það!

Stefna á heimsleika First Lego í Houston Texas

Nú stefnir liðið á að fara á heimsleikana í First Lego sem verða í Houston Texas í apríl á næsta ári en liðið á rétt á sæti þar sem sigurvegarar íslensku keppninnar en ekkert íslenskt lið hefur nokkurn tíma tekið þátt í henni áður. Heimsleikarnir eru í Houston Texas um miðjan apríl. Þannig spennandi tímar framundan hjá Ragga´s Angels.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar