Leyfa færanlegar kennslustofur við Urriðaholtsskóla

Lögð hefur verið fram tillaga að breytingu deiliskipulags vesturhluta Urriðaholts, Urriðholtsskóli, sem gerir ráð fyrir að eftirfarandi ákvæði bætist við greinargerð deiliskipulagsins: ,,Heimilt er að nýta skólalóð utan sem innan byggingarreits fyrir færanlegar kennslustofur til bráðabirgða enda uppfylli þær kröfur byggingarreglugerðar um brunavarnir. Að öðru leyti gilda áður útgefnir skilmálar.”

Skipulagsstjóri metur tillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts og er fallið frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en Garðabæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar