Á dögunum opnuðu Ozon ehf og Mobility ehf nýjar verslanir undir einu þaki í Urriðaholtstræti 24 í Urriðaholtinu, Garðabæ.
Mobility selur og leigir hjálpartæki fyrir hreyfiskerta með áherslu á nýjungar í velferðartækni. Ozon ehf rekur verslunina Hemp Living sem selur hampvörur en hampur hefur verið notaður í meðferðar- og lækningarskyni í þúsundir ára.
Garðapósturinn heyrði í Sigurði framkvæmdastjóra beggja verslananna og forvitnaðist nánar um þessar nýju verslanir í Urriðholti. Hvers konar hjálpartæki ertu með á leigu og geta við- skiptavinir líka keypt hjálpartækin? ,,Mobility er aðallega að leigja hjólastóla göngu- grindur og hækjur en einnig rafskutlur, rafdrifna hjólastóla og hnéhjól sem eru mjög vinsæl. Mobility byrjaði vegna þess að ekki voru til tæki sem hentuðu þörfum dóttir okkar sem er greind með afar sjaldgæfan taugasjúkdóm, AHC, og því vorum við að panta bæði hjólastóla og hjólastólahjól erlendis frá til þess að gera líf hennar sem best. Þetta þróaðist svo út í það að fólk fór að biðja okkur að panta sérsmíðuð hjól þar sem við vorum með samböndin og í dag erum við nánast allt sem fólk þarf til þess að létta fólki lífið sem þarfnast hjálpartækja, hvort sem það eru hjól, göngugrindur, hjólastólar eða baðtæki og allt þar á milli. Við leggjum samt áherslu á það að bjóða uppá nýjar og spennandi lausnir og fylgjumst með með öllum nýjungum á þessum markaði,” segir Sigurður.
Það er mikilvægt fyrir hreyfiskerta einstaklinga að hafa umráð og aðgang að fjölbreyttum og góðum hjálpartækjum? ,,Já, það er mjög mikilvægt að allir geti fundið tæki sem hentar þörfum ein-staklingsins og þá verður að hugsa í lausnum, en það hafa orðið miklar framfarir á sviði heilbrigðistækni, sérstaklega með hjálp rafmótora og við þurfum að vera dugleg að nýta okkur þessa nýja tækni.”
Það hafa ekki allir viðskiptavinir ykkar tök á að komast til ykkar þannig að þið eruð einnig með öfluga heimasíðu og bjóðið upp á heimsendingu? ,,Við leggjum áherslu á að hafa góða heimasíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um vörurnar en við höfum líka mikið af sýnishornum í sýningasalnum okkar. Fyrir þá sem ekki komast til okkar þá bjóðum við uppá heimsendingu.”
En það vekur líka áhuga minn að þið seljið CBD olíu undir merkjum Hemp Living í sama húsnæði í Urriðaholti. CBD hefur verið töluvert í umræðunni á undanförnum árum vegna fjölbreyttra áhrifa sinna til bættrar heilsu. Hvað er eiginlega CBD olía, úr hverju er hún og hvernig virkar hún? ,,CBD vörur eru unnar úr iðnaðarhampi sem er planta af kannabisætt en maðurinn hefur notað hamp í yfir 10.0000 ár og því komin ágætis reynsla á plöntuna. CBD olían er vinsælasta varan okkar en á Íslandi er hún enn sem komið er markaðssett sem húðvara því ekki er leyfi til þess að markaðssetja hana sem fæðubótaefni þrátt fyrir að þessi vara sé seld sem fæðubótaefni í nágrannaríkjum okkar og hefur ES skilgreint CBD sem matvöru en illa gengur að fá það í gegn á Íslandi. Ozon selur einnig CBD vörur í apótekum, Hagkaup og Fjarðarkaupum undir merkinu Gott CBD.”
Fyrir hverja er CBD olían og getur fólk ekki farið í vímu af henni? ,,CBD olían er unnin úr iðnaðarhampi sem inniheldur minna en 0.2% af THC sem er efnið sem að veldur vímu en þessi prósenta er svo lítil að ekki er fræðilegur möguleiki að finna nokkra vímutilfinningu. CBD er bólguminnkandi og því frábær fyrir fólk sem er að kljást við gikt en einnig fólk sem er með psoriasis og exem.“
Hvernig tekur maður CBD olíuna, er hún blönduð í drykk eða ber fólk hana á sig? ,,Þó svo að við markaðs-setjum vörunar sem húðvöru þá vitum við að margir viðskiptavina okkar nota hana til inntöku en við getum ekki mælt með því vegna reglugerða á Íslandi og nýlega var annað CBD fyrirtæki beitt stjórnvaldssekt fyrir að mæla með inntöku þannig að við forðumst það.”
En þetta eru ekki bara olíur því CBD er líka í húð- og baðvörum eins og þú nefnist svo fátt eitt sé nefnt? ,,Hemp Living býður uppá olíur, krem, sápur, shampoo, snyrtivörur, bakpoka úr hampi og meira að segja andlitsskrúbb með eldfjallaösku frá Hengilsvæðinu sem kemur frá fyrirtæki í Litháen, en hugmyndin að vörunni vaknaði þegar ég tók myndir af vörum þeirra við eldgosið 2021.”
Og þú mælir hiklaust með CBD olíunni, en það þarf að vanda valið því allar CBD vörur hafa ekki sama gæða-stimpil? ,,Það er rétt að það þarf virkilega að vanda valið því mikið er til af misgóðum vörum á þessum markaði og því kynntum við til sögunnar gæðastimpilinn Gott CBD en undir þeim hatti eru vörur sem fólk getur treyst.”
En það eru ákveðin ástæða fyrir því að þú ákvaðst að kynna þér CBD vörurnar sem á endanum varð til þess að þú opnaðir þessa verslun í Urriðholtinu með hálpartæki fyrir hreyfiskerta og CBD vörurnar? ,,Já, Sunna dóttir okkar var að fá slæm flogaköst sem engin lyf náðu að hemja og því fórum við Viktor sonur minn til Denver árið 2017 og fengum kynningu hjá Charlottes Web sem er eitt þekktasta fyrirtækið á þessum markaði. Eftir kynninguna komum við heim með nokkrar flöskur og í samráði við hennar lækni gáfum við henni olíuna sem hefur hjálpað henni gríðarlega mikið, en hún hefur ekki fengið flogaköst í 5 ár með hjálp CBD olíunnar. Þess utan þá sjáum við mikla breytingu á skapi og þroska, allt til batnaðar,” segir hann og heldur áfram: ,,Það er því þannig að báðar verslanirnar eru tilkomnar vegna Sunnu okkar sem heldur áfram að kenna okkur um fjölbreytileikann í lífinu og þökk sé henni þá getum við hjálpað öðrum og vonandi gert samfélagið okkar betra.” segir Sigurður að lokum.
Mynd: Starfsmenn Mobility! F.v. Sigurður, Svanberg og Viktor