Lestrarstuð og skipulögð dagskrá í allt sumar á Bókasafni Garðabæjar.

Bókasafn Garðabæjar býður öll börn og foreldra þeirra velkomin á bókasafnið í sumar. Á Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi 7 verður skipulögð dagskrá með reyndu starfsfólki alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Einnig verður okkar sívinsæli sumarlestur í gangi í allt sumar og mun einn heppinn lestarhestur fá glaðning í hverri viku.

Hvað er í boði?

Þriðjudagar:
Þriðjudagsleikar frá kl. 13-15: Stuð og stemmning í útileikjum á Garðatorgi. Boðið verður uppá útikeilu, teygjó, krítar, snú-snú og margt fleira.
Leshringurinn Lesum saman frá kl. 14-15, er ætlaður fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára þar sem þau taka með sér eldri lesfélaga. Áhersla verður á lesskilning, jákvæða umræðu og samveru fyrir þátttakendur. Þegar þátttakendur hafa lesið eina bók saman er hægt að fylla út happamiða sem fer í lukkupott.

Miðvikudagar:
Myrkraverk á bókasafninu frá kl. 9-12. Við dimmum ljósin og bjóðum uppá ljósaborð og segulkubba, skuggalega skemmtilegt.
Tæknifikt inni í Sköpunarskúffunni frá kl. 13-14,  þar er að finna þrívíddarprentara og vínilskera, frumlegt og skapandi.

Fimmtudagar:
Fimmtudagsföndursmiðja frá kl. 10-12.  Alltaf eitthvað nýtt og spennandi á hverjum fimmtudegi fyrir föndurþyrst börn á öllum aldri.
Harry Potter hátíð:

Afmælisdagur Harry Potter er 31. júlí. Við tökum afmælisveislur mjög alvarlega á Bókasafni Garðabæjar og afmæli Harry Potter er enginn undantekning. Við munum útbúa töfrasprota, leita að gullnu eldingunni, skemmta okkur með sokka og margt fleira. Dagskráin verður auglýst síðar.

Sumardagskrá Bókasafns Garðabæjar lýkur ekki fyrr en 15. ágúst. Við hlökkum til að taka á móti hressum lestarhestum og öðrum stuðboltum í allt sumar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins