Leitin að Garðbæingnum okkar 2024 stendur yfir

Í janúar nk. verður „Garðbæingurinn okkar 2024“ útnefndur í annað sinn. Garðabær óskar nú eftir tilnefningum frá íbúum.

Líkt og í fyrra er hægt að senda inn tilnefningar í gegnum eyðublað sem má nálgast á vef Garðabæjar (www.gardabaer.is). Opið er fyrir innsendingar á tilnefningum til 23. desember. Hver á nafnbótina skilið að þínu mati?
 
Til greina koma Garðbæingar sem hér búa en einnig það fólk sem starfar eða dvelur í bænum okkar til lengri og skemmri tíma og hefur jákvæð áhrif bæjarbraginn. Gott fólk finnum við út og suður í bænum okkar, fólk í framlínunni sem hefur jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt og gerir daginn okkar betri.
Dómnefnd velur svo „Garðbæinginn okkar 2024“ úr innsendum tillögum og mun viðkomandi sem hlýtur nafnbótina fá árskort í sundlaugar Garðabæjar, árskort í Hönnunarsafn Íslands og þriggja daga gjafakort i Bláfjöll.
 
Í fyrra var það Páll Ásgrímur Jónsson, eða Páló eins og hann er alltaf kallaður, sem fékk fjölmargar tilnefningar frá bæjarbúum Garðabæjar og hlaut nafnbótina „Garðbæingurinn okkar 2023“.
 
„Með þessu viljum við að vekja athygli á þeim íbúum Garðabæjar sem hafa jákvæð áhrif á bæjarbraginn á einn eða annan hátt, af nógu er að taka. „Garðbæingurinn okkar“ var útnefndur í fyrsta inn í fyrra og vakti framtakið mikla lukku,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstóri Garðabæjar, sem hvetur fólk til að staldra við og leiða hugann að því hver á nafnbótina „Garðbæingurinn okkar“ skilið að þessu sinni.

Garðbæingurinn okkar, Páll Ásgrímsson ásamt foreldrum sínum, Sigþóru Guðrúnu Oddsdóttur og Jóni Gunnari Pálssyni

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar