Samkomulag hefur verið gert við Almar Guðmundsson bæjarstjóra í Garðabæ um að laun hans muni ekki hækka samkvæmt grunnvísitölu júnímánaðar 2023, en samkvæmt ráðningarsamningi bæjarstjóra á fjárhæð launa að taka breytingum júní ár hvert í samræmi við breytingar á launavísitölu sem útgefin er af Hagstofu Íslands og skal miða við grunnvísitölu júnímánaðar 2023 eins og áður segir.
Laun bæjarstjóra samkvæmt ráðningarsamningi sem er dags. 7. júní 2022 eru kr. 2.194.168 á mánuði.
Launin hækka um 55 þúsund en áttu að hækka um 198 þúsund
Á fundi bæjarráðs sem haldinn var 20. júní sl. var lagt fram samkomulag við bæjarstjóra um að hækkun launa 1. júní 2023 verði 2,5% eða kr. 54.854 og verða þá mánaðarlaun bæjarstjóra frá og með 1. júní 2023 kr. 2.249.022.
Launavísitala fyrir júní 2023 hefur ekki verið útgefin af Hagstofu Íslands en sé horft til vísitölu sem síðast var útgefin fyrir aprílmánuð hefðu laun bæjarstjóra átt að hækka um 197.724 eða um 9% hefði ekki komið til ofngreinds samkomulag.
Engin ákvörðun tekin um laun bæjarfulltrúa
Varðandi laun bæjarfulltrúa að þá eru þau samkvæmt reglum frá 1. nóvember 2016 og taka breytingum samkvæmt launavísitölu. Launin hækkuðuð síðast í janúar 2023 og engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingu reglum um laun launbæjarfulltrúa.