Las þrjár bækur á einni viku

Jenný Sandholt Snorradóttir, sem er þrettán ára á árinu, var dreginn út sem lestrarhestur vikunnar 2. júlí sl. á Bókasafni Garðabæjar. Jenný er nemandi í Álftanesskóla og les mjög mikið, heilar þrjár bækur í þessari viku og var að byrja á fjórðu. Hún skrifaði umsagnarmiða um bókina Palla Playstation eftir Gunnar Helgason og fannst henni bókin vera bæði spennandi og fyndin.

Jenný finnst skemmtilegast að lesa bækur eftir Astrid Lindgren og Gunnar Helgason. Jenný er búin að vera afskaplega dugleg að lesa það sem af er ári og var því vel að titlinum komin. Að lokum vill hún kom því á framfæri að henni þykir mjög gaman að lesa enda er hún fastagestur á bókasafninu. Starfsfólk bókasafnsins óskar henni innilega til hamingju.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar