Lárus Guðmundsson leiðir lista Miðflokksins í Garðabæ

Samkvæmt heimildum Garðapóstsins mun Lárus Guðmundsson leiða lista Miðflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Lárus er framkvæmdastjóri Margmiðlunar ehf, en hann  er sjálfsagt mörgum að góðu kunnur enda fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu auk þess sem hann lék 17 landsleiki með íslenska landsliðinu. 

Lárus lék um árabil sem atvinnumaður í Belgíu og Þýskalandi á 9. áratug síðustu aldar. Lárus var eldfljótur og brögðóttur markahrókur. Hann mætti þó mótbyr á ferli sínum og þurfti snemma að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Þegar hann snéri heim úr atvinnumennskunni lék hann m.a. tvö ár með Stjörnunni, árin 1990 og 1991, þegar Stjarnan var á stíga sín fyrsti skref í efstu deild.

Lárus þjálfaði ýmis lið t.a.m. Víking, Stjörnuna og Aftureldingu. Hann stofnaði árið 2008 KFG (Knattspyrnufélag Garðabæjar), þjálfaði félagið og sá um allan rektsur til ársins 2020.

Þá var Lárus heiðraður af Garðabæ í janúar sl. fyrir framlag sitt til íþróttamála 2021.

Þar með liggur fyrir að fimm flokkar munu bjóða fram í Garðabæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí nk., en í kvöld mun framboðslisti framsóknarmanna í Garðabæ vera borinn undir samþykki félagsmanna á fundi flokksins að Bjarnastöðum á Álftanesi.

Lárus var heiðraður af Garðabæ í janúar 2021 fyrir framlag sitt til íþróttamála í Garðabæ, en í umsögn með viðurkenningunni kom m.a. fram: ,,Lárus Guðmundsson er fyrrum landsliðsmáður og atvinnumaður í knattspyrnu og hefur sýnt sömu takta á öðrum sviðum íþrótta- og félagsmála. Hann þjálfaði
flokk karla Stjörnunnar í knattspyrnu 2004 til 2006 og síðan meistaraflokk Stjörnunnar 2006 til 2007. Í framhaldi af því starfi sá Lárus þörf á að gefa ungum knattspyrnumönnum sem ekki komust í meistaraflokk aukin tækifæri til að halda áhugamáli sínu lifandi. En til að ná því markmiði stofnaði Lárus Knattspyrnufélag Garðabæjar, KFG, árið 2008 og þjálfaði og rak félagið til ársins 2020. Lárus fékk til liðs við sig í þessu starfi marga öfluga Garðbæinga. Á þeim tíma fór félagið frá því að spila í 4. deild upp í 2. deild. En það sem meira er um vert er að þarna fékk fjöldi leikmanna að spreyta sig áfram í meistaraflokki í knattspyrnu innan Garðabæjar og þar með taka þátt í uppbyggilegu starfi undir faglegri umsjá reynslubolta í íþróttinni.“

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar