Lánasjóðurinn óskar eftir afriti af persónuskilrikjum allra nýkjörinna bæjarfulltrúa í Garðabæ

Lánasjóður sveitarfélaga hefur óskað eftir afriti af gildum og viðurkenndum persónuskilríkjum allra nýkjörinna bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem eru fimm talsins, en þetta er liður í áreiðanleikakönnun viðskiptamanna tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Í samræmi við lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og reglugerð nr. 745/2019 um áreiðanleikakönnun þá ber Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptamönnum sínum við upphaf viðvarandi samningssambands auk þess að kanna áreiðanleika núverandi viðskiptamanna.

Þurfa að sanna á sér deili

Samkvæmt 10. gr. laga nr. 140/2018 þá gerir Lánasjóðurinn kröfu um að einstaklingar, prókúruhafar og aðrir sem hafa sérstaka heimild til að koma fram fyrir hönd viðskiptavina gagnvart fjármálafyrirtæki, þm.t. framkvæmdastjórar og stjórnarmenn sanni á sér deili með framvísun á gildum og viðurkenndum persónuskilríkjum. Þá þurfa lögaðilar að sanna deili á sér með upplýsingum úr Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra eða sambærilegri opinberri skrá með heiti, heimilisfangi og kennitölu.

Af þessum ástæðum hefur Lánasjóðurinn óskað eftir afriti af gildum og viðurkenndum persónuskilríkjum (vegabréfi eða ökuskírteini) fyrir alla nýkjörna fulltrúa í sveitarstjórn sveitarfélagsins, sveitarstjóra og annarra sem hafa prókúru fyrir viðkomandi sveitarfélag.

Að auki óskar Lánasjóðurinn eftir staðfestingu á að viðkomandi aðilar séu réttilega að prókúru eða heimild komnir, t.d. með afrit af undirritaðri fundargerð sveitarstjórnar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar