Zine myndasögunámskeið fyrir 13 til 16 ára á Bókasafni Garðabæjar laugardaginn 15 maí kl.13 til 15.
Þátttakendum er boðið að stíga sín fyrstu skref inn í skapandi og spennandi heim myndasagnagerðar. Zine smámyndasögur eru margskonar og hægt að búa til persónulegar, skemmtilegar myndasögur með því einu að nota A4 blað. Kennari er Atla Hrafney formaður Íslenska myndasögusamfélagins sem eru samtök myndasöguhöfunda og -teiknara.
Námskeiðið verður haldið í Bókasafni Garðabæjar laugardaginn 15.maí frá klukkan 13 til 15. Takmarkaður fjöldi kemst að og því um að gera að skrá sig sem fyrst á vef eða Facebooksíðu safnins. Einnig er hægt að senda póst á [email protected]