Lægsta tilboðið var 380 milljónum undir kostnaðaráætlun Garðabæjar

Þarfaþing ehf var með lægsta tilboðið í framkvæmdir við 3. áfanga Urriðaholtsskóla, en þetta kom í ljós þegar tilboð voru opnuð á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag.

Fjórir stórir verktakar buðu í verkið og það sem kom einna mest á óvart var að öll tilboðin voru undir kostnaðaráætlun Garðabæjar, en Þarfaþing ehf var rúmum 380 milljónum undir áætlun.

Eftirfarandi tilboð í framkvæmdir við Urriðaholtsskóla, 3. áfanga, voru lögð fram á fundi bæjarráðs.
Þarfaþing ehf., kr. 2.449.005.747.-
ÞG verk ehf., kr. 2.630.659.997.- Flotgólf ehf., kr. 2.464.757.408.-
Ístak hf., kr. 2.745.378.132.- Kostnaðaráætlun kr. 2.830.336.246.-

Bæjarráð fól sviðsstjóra umhverfissviðs að ræða við lægstbjóðanda og óska eftir frekari gögnum í samræmi við kafla 0.1.11. í útboðs- og verklýsingum með það að markmiði að gera verksamning um verkefnið að því gefnu að gögnin uppfylli þær kröfur sem fram koma í útboðs- og verklýsingu.

Forsíðumynd: Urriðaholtsskóli

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar