Dagdvölin á Hrafnistu Ísafold hefur nýlega fengið samþykki frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir að fjölga rýmum úr 20 í 30. Þar af voru áður fjögur sérhæfð rými fyrir fólk með heilabilun en verða þau nú átta.
Kvenfélag Garðabæjar á 70 ára stórafmæli í ár og félagið var svo rausnarlegt að gefa dagdvölinni að gjöf 10 hægindastóla sem eiga eftir að nýtast nýjum og eldri gestum vel. ,,Við á Hrafnistu viljum færa Kvenfélaginu hjartans þakkir fyrir gjöfina og óskum þeim um leið til hamingju með afmælið,” sagði Sara Pálmadóttir, forstöðumaður á Hrafnistu við þetta tilefni, en stólarnir voru formleg afhentir á Ísafold sl. þriðjudag.
Mynd: Vegleg gjöf Kvenfélags Garðabæjar. F.v. Halldóra Björk Jónsdóttir formaður kvenfélagsins, Svanhvít Guðmundsdóttir deildarstjóri dagdvalar á Ísafold, Aríel Pétursson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs og Sara Pálmadóttir, forstöðumaður Hrafnistu Ísafold.
Halldóra Björk Jónsdóttir formaður kvenfélagsins fluttu stutt ávarp á Ísafold þegar kvenfélagið afhenti stólana formlega.